![]() ![]() Elísabet Stefánsdóttir Svogerslevvej 9 2700 København Danmark ----------------------- Heimasími: 0045 35 11 34 25 Lísa gsm: 0045 22 29 32 73 Dagur gsm: 0045 22 46 29 75 E-mail: lisa[a]lisastefans.com Lisa Msn: lisaskvisa1[a]hotmail.com Lisa MySpace Senda FRÍTT SMS í DK ![]() Dagur unnusti matur.dagur.org ![]() Gengid Mitt Afrika Ladies Sara Perverta Gullmoli Guðbjargar Sarah Cassata Eva á Ítalíu ZARA Chicas Hrebbna Carlsberg Oløf Inga Lilja Sif Ztjani ![]() -Væntanlegt-![]() Margrethe-skolen ![]() Vouge Elle Cosmopolitan Dazed Digital Fashion Magazine Fashion 156 Designers A-Z Betsey Johnson Patricia Field Arne Jacobsen Fashion Era Listasafn Íslands Listasafn Reykjavíkur Danish Design Center Glyptoteket KunstOnline Hamburger Kunsthalle Louvre safnið Design Museum London Museum of modern art ![]() Nokkrar gamlar myndir 2007Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júní DK Júlí - vika 27 Júlí - vika 28 Júlí - vika 29 Júlí - vika 30 Ágúst - vika 31 Ágúst - vika 32 Ágúst - vika 33 Ágúst - vika 34 September - vika 38 September - vika 39 Október - vika 40 2006Apríl Maí Júlí Ágúst Nóvember ![]() UndskyldSorrý hvað er langt síðan að ég bloggaði s... *Haf-mellan*Jæja, já langt síðan að ég bloggaði se... StracciatellaSeinustu dagar eru búnir að vera æðis... Borvél, smorvélJá, við vorum að reyna að setja upp... Í sól og sumarylJá loksins er sumarið aftur snúið ... INTERNET OG HEIMASÍMI Já loksins erum við komin me... Hæ pabbi minn! :)Tessi helgi er buin ad vera ædisl... OfnæmiÉg er á Hovedbånegarden á Internetstadnum, v... Ný númer!Vid Dagur erum komin med dønsk gsm númer=... Nog ad gera!Ja tetta verdur bara stutt færsla. Vor... |
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Gamalmenni! ..eða þannig ;o) Já þá er maður orðin gamalmenni, í gær. Takk fyrir allar kveðjurnar! :* Seinustu helgi voru rassgötin Elísa og Kristín í heimsókn hjá okkur. Það var alveg æðislegt að fá að hafa þær hérna, og hefðu alveg mátt vera lengur..en jæja. Við gerðum nú ýmislegt á meðan þær voru hér, meðal annars; versla, labba um bæinn, fara á kaffihús, fara í bátsferð, Christiania, Tivoli, út að borða, elda heima, djamma, sjá Kristínu loksins haugafulla, spila, horfa á Friends, borða nammi, drekka kaffi og spjalla og hafa gaman saman!! Svo byrjaði ég í skólanum á mánudagsmorgunn og fylgdu mér stelpurnar alla leið, fóru svo að versla í 5 tíma á meðan ég sat og hlustaði á kennara mína tala, á dönsku, í 5 tíma. Já ég verð að segja að ég er mjög ánægð með skólann minn. Hann er mjög lítill og kósý, mjög góðir kennarar (2), mjög skemmtilegur og fjölbreyttur hópur: bekkurinn minn, sem eru 20 kvenmenn á öllum aldri (19-45 ára) og hann lofar mjög góðu námi! Ég er alla daga frá kl.9-14.30 í skólanum, fögin skiptast mjög fjölbreytilega, á föstudögum er ég í 'Tegning' (- læra teikna,litir, tískuteikningar o.fl.), á miðvikudögum er ég í 'Syprøver og Tilskæring' (- læra allskonar sníða-og saumagerð). Svo hina daga er ég til skiptis í 'Coupe De Paris' (-búin að gera mína eigin gínu og læra að drape'-era) og 'Nederdel Konstruktion' sem er sumsé fyrsta verkefnið mitt, (:hanna pils,gera snið, prufur,sauma o.s.fr.v.) Svo kemur næsta verkefnið og næsta og næsta og svo bætast við önnur fög einsog t.d. Styling.. Já þetta virkar mjög vel á mig, við erum 3 íslenskar, 3 norskar og rest danskar í bekknum og 2 kvenkyns kennarar. Ég er sú yngsta af íslendingunum, fjölskyldumæður um 12 og 20 árum eldri en ég og önnur þeirra hefur búið hér mjög lengi. Svo erum við um 8 eða svo á mínum aldri, rest yfir 25 og uppúr. Er ekki búin að tala mikið, samt smá!, aðallega við íslensku, en ég fer að blaðra um leið og ég verð sleipari í dönskunni. Já í gær átti ég ágætis afmælisdag, fyrri hlutinn (skólinn) var svolítið þreytandi, löbbuðum um allan bæinn að skoða sauma- og efnavörubúðir og svoleiðis án þess að taka hlé- í 5 1/2 tíma! Svo þegar við vorum búin labbaði ég inn í matvörubúð og keypti mér Sushi bakka sem ég tók heim og borðaði það af bestu lyst. Svo um kvöldið bauð Dagur mér út að borða á æðislega fínum stað í bænum. Við fengum okkur þriggja rétta Menu (Kálfa Carpaccio í forrétt, Önd í aðal og Cremé Brulée/Tiramisu í eftirr.) og svo kaffi og Baileys líka (sem var í boði hússins vegna þess að þjónarnir rákust á hvor aðra og misstu bakka með fullt af skeiðum á hausinn á Dag-sem meiddi sig ekki neitt- en voru svo miður sín þær vildu bæta upp fyrir það. En við vorum allavega pakksödd og mjöög sæl eftir þennan frábæra mat! Fyrir utan matinn fékk ég líka Nintendo tölvu-elstu gerðina, í afmælisgjöf frá Degi! Ég er búin að vera að leyta ad Nintendo á öllum flóamörkuðum heillengi! Og loksins fékk ég í afmælisgjöf Jeij! Svo er búin að fá líka slatta pening í afmælisgjöf frá Tengdó og Ömmu, og slatta frá Mömmu og Pabba náttla líka! =D Ég er búin að vera að skoða saumavélar á ebay og ætla að fjárfesta í einni ódýrri Overlock saumavél og góðri PFAFF saumavél sem ég ætla að fara að skoða betur út í búð á morgun. Þetta á að vera saumavél sem ég ætla að nota alla ævi. So she's better gonna be good! Jæja þetta er nú gott í bili. Kær kveðja á klakann, heh ps: það er 23°C og yfir hérna og steikjandi sól! ;P |