Elísabet Stefánsdóttir
Svogerslevvej 9
2700 København
Danmark
-----------------------
Heimasími: 0045 35 11 34 25
Lísa gsm: 0045 22 29 32 73
Dagur gsm: 0045 22 46 29 75
E-mail: lisa[a]lisastefans.com
Lisa Msn: lisaskvisa1[a]hotmail.com

Lisa MySpace
Senda FRÍTT SMS í DK



  Dagur unnusti
  matur.dagur.org



  Gengid Mitt
  Afri­ka Ladies
  Sara Perverta
  Gullmoli Guðbjargar
  Sarah Cassata
  Eva á Ítalíu
  ZARA Chicas
  Hrebbna Carlsberg
  Oløf Inga
  Lilja Sif
  Ztjani






  Margrethe-skolen



  Vouge
  Elle
  Cosmopolitan
  Dazed Digital
  Fashion Magazine
  Fashion 156
  Designers A-Z
  Betsey Johnson
  Patricia Field
  Arne Jacobsen
  Fashion Era
  Listasafn Íslands
  Listasafn Reykjavíkur
  Danish Design Center
  Glyptoteket
  KunstOnline
  Hamburger Kunsthalle
  Louvre safnið
  Design Museum London
  Museum of modern art



  Nokkrar gamlar myndir

  Febrúar
  Mars
  Apríl
  Maí
  Júní
  Júní DK
  Júlí - vika 27
  Júlí - vika 28
  Júlí - vika 29
  Júlí - vika 30
  Ágúst - vika 31
  Ágúst - vika 32
  Ágúst - vika 33
  Ágúst - vika 34
  September - vika 38
  September - vika 39
  Október - vika 40


  Apríl
  Maí
  Júlí
  Ágúst
  Nóvember



Hef ekki bloggað lengi. Var nóg að gera í síðustu ...

Stutt halló Ekki er mikið búið að gerast hérna ...

Það er bara kominn mars! Ég get ekki bloggað m...

Fréttir af KöbenbúumHef ekki bloggað lengi. Seinas...

Visualisering og inspirationHef ekki bloggað soldi...

Bara 2 dagar í stelpurnar!Hlakka svo til! Þær Elís...

Á morgun er Bolludagurinn !Jæja, núna er ég búin a...

Home Alone Í dag var evaluering: skil á buxnave...

..Stutt halló...Já þá er ég bara búin að vera að l...

Já sæll Ekkert merkilegt að frétta héðan svo se...






eXTReMe Tracker


mánudagur, mars 24, 2008

Gleðilega páska


Já þá er best að byrja að blogga aftur. Var í viku fríi en á samt erfitt með að fara að blogga um það sem gerðist fyrir viku síðan. Þeir sem eru búnir að lesa bloggið hans Dags eru líklegast meðvitaðir um hvað gerðist.

En málið var svo að á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fórum við að skoða íbúð í østerbro. Hún var 60fm og á helmingi lægri leigu en þessi sem við erum nú í. Mér fannst það nú fyrst e-ð grunsamlegt og hélt að íbúðin væri kannski ílla með farinn og lægi við stóra umferðargötu en þegar við skoðuðum hana var hún bara í fínasta standi og urðum við roosalega hrifin af henni. Gæinn sem var að flytja út sagði okkur að það væru samt 95%líkur á því að íbúðin væri farin, s.s. var annað par út í banka að athuga með lán, því þau áttu ekki alveg fyrir útborgun á tryggingunni. Við sögðumst eiga pening og gætum borgað gæjanum strax þar sem við eigum okkar sparifé. Hann sagði ókei; skoðið íbúðina bara alveg eins og þið viljið, takið bara ykkar tíma í þetta, en málið er bara, sá sem kemur fyrstur með peningana fær íbúðina.

Við spurðum hann út í bankareikning til þess að leggja inn á hann, en þá sagði hann okkur sögu um fyrrverandi leigjenda sem skrifaði undir leigusamning hjá honum og ætlaði svo í banka að millifæra á hann en gerði það aldrei, og lenti í lögfræðingum og lögreglunni og alles bara.

Svo að við sögðumst ætla aðeins að pæla í þessu, fórum í smá göngutúr að hugsa um þetta. Íbúðin var klárlega ódýrari, á betri stað, og miklu flottari en þessi sem við erum með. Svo að við prufuðum að labba í bankann og spurðum hversu mikið var hægt að taka út í reiðufé af Master-cardinu okkar, og við gátum tekið út alveg fyrir tryggingunni og fyrstu leigu af íbúðinni, svo að við létum bara verða af því. Við röltum með tæpar 10.000 danskar krónur í vasanum á bleikum skýjum aftur tilbaka í íbúðina og sýndum honum. Hann var bara mjög hress og sagði að við værum á undan hinum svo að við fengum þá bara íbúðina. Við settumst niður og skoðuðum leigusamninginn og fórum í gegn öll atriði og skrifuðum svo undir 2 samninga, við fengum annan.

Jesper, einsog hann heitir, sagði okkur að myndi láta okkur fá kvittum og lyklana kl.6 við íbúðina sama dag, hann þyrfti að fara að fara á fund eða e-ð í bankanum, skutla dótinu sínu e-rt og fá e-ð dæmi í sambandi við lyklana og við myndum fá þá 3 lykla að íbúðinni. Þeir Dagur skiptust á símanúmerum til þess að vera í bandi seinna. Svo fór hann með okkur og sýndi okkur kjallarageymsluna, hjólageymslu og allt bakdyra megin. Svo tókum við í höndina á þessum virkilega kurteis og almennilega manni og gengum á leið heim.

Rétt fyrir 6 um kvöldið hringir Jesper svo í okkur og segðist vera að vesenast út um allan bæ með allt dótið sitt og væri orðinn dauðþreyttur og vildi fara heim til konunnar sinnar, og spurði Dag hvort það væri ekki í lagi að þeir væru í bandi á laugardeginum eða eftir helgi.

Á laugardeginum og sunnudeginum reyndum við að hringja í hann til þess að tjekka hvort við gætum fengið lyklana sem fyrst en hann var þá með slökkt á símanum sínum.
Mamma og pabbi komu sunnudagskvöldið og sótti ég þau á flugvellinum. Æðislegt að fá þau hingað, sérstaklega pabba, því hann hafði ekki komið áður hingað.
Á mánudaginn fórum við svo í bæinn í grenjandi rigningu og fengum okkur smørrebrød á Litla Apótekinu. Við 3 héldum í Fields því það var ekkert gaman að vera úti í rigningunni. Dagur fór í skólann sinn en ákvað svo að kíkja á íbúðina og sjá hvort hann hitti ekki bara á Jesper.

Enginn svaraði dyrabjöllunni en einn glugginn stóð opinn og Dagur náði svo í 1 nágrannan. Hann sagði að hann væri ekkert svo viss um að Jesper mætti sjálfur leigja út íbúðina, hann hljóti að hafa misskilið e-ð, og benti Degi á að hringja í Ejendommen, sem á blokkina. Þeir segja svo við Dag að Jesper hefði ekkert leyfi til þess að leigja út sjálfur þessa íbúð, og að ejendommen væri komin með nýjan leigjenda. Dagur fer beint upp á löggustöð og þá erum við nr.3 sem fíflið hann Jesper var að svindla á, og kannski fleiri á leiðinni. Alveg frábært. Svo finnst hálfvitinn ekki og er örugglega búinn að eyða öllum peningunum.

Við fórum á miðvikudagsmorgunn upp á löggustöð í skýrslutöku og svo förum við aftur í næstu viku til að bera kennsl á mynd af fíflinu, ásamt öllum hinum sem lentu í þessu. Svo að þá er einsgott að þessi hálfviti finnst og verður dæmdur, hvort sem við fáum peningana til baka eða ekki.

Lífið gat ekki verið svo gott við mann, að Dagur fengi flotta vinnu og við fengum okkar draumaíbúð á sama degi, neinei, það er víst ekki hægt.

Annars voru mamma og pabbi hérna hjá okkur og var það frábært,veit ekki alveg hvað við hefðum gert hérna yfir páskana ef þau hefðu ekki verið hérna, vorum náttúrulega frekar mikið reið.

En ég ætla að blogga um það aðeins seinna.

Kveðjur,
Lísa