FlensaDjöfull getur mannskepnan verið mikil tuska.
Ég rétt næ að sitja í stólnum annars er svo vont að fara bara á klósettið að pissa; beinverkir eru ekki skemmtilegir.
Get ílla sofið, vakna upp á 1-2klst fresti. Með 39°hita í nótt og morgun.
Mér finnst einsog það sé að gufa frá mér.
Akkúrat þessi vika.
Seinasta skólavika fyrir páska. Akkúrat þegar ég þyrfti að mæta alla daga og sauma til 10 á kvöldin einsog í seinustu viku..Alveg týpiskt.
Það er ekkert gaman að vera veikur.