|
|
Hej!
Vi er nu í Danmark, í Århus, og vi skal se Århus Universitetet, men så skal vi til Herning i dag og se min skole.
Já, það er allt gott að frétta frá okkur, bókuðum ódýrt, en mjög flott hótelherbergi og gistum þar í nótt. Fórum út að borða í gær eftir að við fórum í 40 min í lest til Randers, sem við héldum að væri í 20 min fjarlægð. Svo erum við að fatta að skólinn minn í Herning er líklegast 1.30min fjarlægð en ekki 40 min einsog allir hafa sagt.. Erum ekki alveg að botna í vegalengdum hérna.
Allavega þá var Dagur að koma úr sturtu og við þurfum að farað flýta okkur að skoða skóla og ganga frá hótelherberginu!
Munum vera í Þýskalandi í kvöld!!!
Kveðja Lísa og Dagur
|
|