Elísabet Stefánsdóttir
Svogerslevvej 9
2700 København
Danmark
-----------------------
Heimasími: 0045 35 11 34 25
Lísa gsm: 0045 22 29 32 73
Dagur gsm: 0045 22 46 29 75
E-mail: lisa[a]lisastefans.com
Lisa Msn: lisaskvisa1[a]hotmail.com

Lisa MySpace
Senda FRÍTT SMS í DK



  Dagur unnusti
  matur.dagur.org



  Gengid Mitt
  Afri­ka Ladies
  Sara Perverta
  Gullmoli Guðbjargar
  Sarah Cassata
  Eva á Ítalíu
  ZARA Chicas
  Hrebbna Carlsberg
  Oløf Inga
  Lilja Sif
  Ztjani






  Margrethe-skolen



  Vouge
  Elle
  Cosmopolitan
  Dazed Digital
  Fashion Magazine
  Fashion 156
  Designers A-Z
  Betsey Johnson
  Patricia Field
  Arne Jacobsen
  Fashion Era
  Listasafn Íslands
  Listasafn Reykjavíkur
  Danish Design Center
  Glyptoteket
  KunstOnline
  Hamburger Kunsthalle
  Louvre safnið
  Design Museum London
  Museum of modern art



  Nokkrar gamlar myndir

  Febrúar
  Mars
  Apríl
  Maí
  Júní
  Júní DK
  Júlí - vika 27
  Júlí - vika 28
  Júlí - vika 29
  Júlí - vika 30
  Ágúst - vika 31
  Ágúst - vika 32
  Ágúst - vika 33
  Ágúst - vika 34
  September - vika 38
  September - vika 39
  Október - vika 40


  Apríl
  Maí
  Júlí
  Ágúst
  Nóvember



Parísarmyndir Fyrst set ég hérna inn nokkrar myndi...

París á morgun!! Nóg hefur verið að gera hjá mér ...

Gleðilega páska Já þá er best að byrja að blogga a...

Hef ekki bloggað lengi. Var nóg að gera í síðustu ...

Stutt halló Ekki er mikið búið að gerast hérna ...

Það er bara kominn mars! Ég get ekki bloggað m...

Fréttir af KöbenbúumHef ekki bloggað lengi. Seinas...

Visualisering og inspirationHef ekki bloggað soldi...

Bara 2 dagar í stelpurnar!Hlakka svo til! Þær Elís...

Á morgun er Bolludagurinn !Jæja, núna er ég búin a...






eXTReMe Tracker


mánudagur, apríl 07, 2008

Bonjour París! - le ferðasaga!


Mánudagur

Ferðin byrjaði á mánudeginum í síðustu viku. Þá var farið á fætur klukkan 4 og komið út á völl rúmlega fimm. Allur hópurinn mætti ásamt kennaranum og manninum hennar. 21 stykki talsins.

Við flugum í 2 hressa tíma og vorum lent í París um hálf tíu leytið. Farangur skutlað í rútuna og svo fengum við smá túristahring á leið upp á hótelið. Borðuðum öll saman hádegismat á pínku litlu frönsku kaffihúsi og svo var haldið af stað.

Fyrst löbbuðum við um hverfið og upp að Sacre Caeur, sem er gífurlega falleg kirkja. Göturnar fyrir neðan kirkjuna einkenndust aðallega af efnabúðum of all kinds! Ég hef aldrei séð svona marga efnabúðir! Endalaust margar! Við tókum stutt hlé, skellt í sig tvöföldum expresso og svo fórum ég og Hege, norska vinkona mín, og skelltum okkar á hestbak á litlu fallegu hringekkjunni á torginu fyrir framan kirkjuna. Það var sko fjör!

Svo héldum við hópurinn áfram og við hoppuðum í metró lestina í bæinn. Þar var farið með okkur í svona gígantísk stórar verslunarmiðtöðvar, ein af þeim hét Galerie Lafayette. Þetta var æðislega falleg bygging með öllum helstu merkjunum í heiminum. Hópurinn splittaðist allur og fór ég með norsku stelpunum. Við röltum nokkra hringi í þessu molli en áttum nú eiginlega ekkert heima þarna. Fallegt að skoða, en margfalt fyrir ofan okkar prís-limit! Svo að við þrjár löbbuðum bara út og skoðuðum nokkrar byggingar þar í kring sem voru rosalega fallegar! Svo fundum við flott kaffihús og settumst þar og fengum okkur að snæða. Jóghúrt og expresso.

Um kvöldið ætluðum við svo út að borða en við vorum allar svo ónýtar og þreyttar að það var bara drukkið franskt hvítvín uppi á hótelherbergjunum og borðuð jarðaber!

Þriðjudagur

Kl. 09:30 sharp var haldið af stað í metró og í bæinn, í þetta sinn var það Avenue des Champs-Élysées. Fyrst voru teknar hópmyndir við Sigurbogann og svo rölt niður alla fallegu Champs-Élysées götuna. Svo skiptumst við öll í hópa og fórum að skoða ekta stóru designer-búðirnar sem eru þarna allstaðar í hliðargötunum, eins og Christian Dior, Chanel, Prada, MiuMiu, Cavalli, og svo framvegis. Við fórum inn í 2 eða 3 af þessum búðum og svo löbbuðum við bara um og skoðuðum byggingar og Eiffelturninn í fjarlægð. Svo áttum við smá tíma og settumst aðeins á kaffihús, þá var það jóghúrt og expresso aftur hjá mér. Þegar við hittum svo hópinn aftur löbbuðum við í gegnum fallegan garð og svo framhjá mörgum fallegum bygginum sem við vissum ekkert hvað voru. Svo sýndi kennarinn okkar staðinn sem hún var að vinna á þegar hún bjó í París, mjög flott svona designer-búð.

Eftir rölt og skoð fórum við í mjög töff búð sem heitir Colette, þar sem var allskonar töff dót, bækur, tónlist, föt, og fleira. Svo var tekinn hádegismatur sem er best að vera ekkert að fjalla um, var mjög ósátt og svikinn. Svo settumst við nokkrar bara á kirkjutröppur og sóluðum okkur.

Svo skoðuðum við nokkrar rándýrar en flottar efnabúðir, þar voru öll merkjaefnin, alveg crAazy dýrt! Pompidou, Forum des Halles og Second-Hand hverfi voru tekin á einu bretti og svo gátum við nokkrar ekki meira og tókum taxa upp á hótel.

Kvöldið var tekið rólegt, sólbaði upp á þakinu með bjór og vín, með alveg æðislegt útsýni yfir alla París!

Miðvikudagur

Þá var farið beint upp að einum af byggingum Louvré og fórum á rosalega flotta fata-sýningu, með kjólum frá sautjánhundruð og súrkál! Verst var bara að maður gat ekkert lesið sig til um hlutina því það stóð allt bara á frönsku!

Eftir sýninguna ákváðum við íslendingarnir þrír að stinga af því að við nenntum ekki að bíða eftir öllum hópnum í 2 tíma til að fara svo að skoða 2 rándýrar búðir með hnöppum . Svo að við keyrðum burt í taxa á rosalega góðan Sushi stað og fengum okkur hádegismat. Svo fórum við í svona heildsölu-hverfi þar sem hún Andrea þekkti sig vel til. Þar fara semsagt allar verslanirnar og versla á heildsöluverði í verslunum til þess að selja í verslunum sínum. Got it?

Þar má venjulegt fólk ekkert versla, því þar er náttúrulega allt miklu ódýrari en í bænum, en við sníktumst þarna og gátum keypt helling. Í einni búðinni þurfti Linda svo reyndar að gefa upp nafn á búðinni okkar og þá var „ANDREA“ það einasta sem kom uppúr Andreu, og sú búð er viturlega til á Íslandi. ;)

Ég gat keypt hitt og þetta fyrir tískusýninguna sem verður hjá okkur í sumar og svo líka smótterí fyrir mig, bleika kápu og bleika tösku, svoo fallegt!

Dauðþreyttar eftir göngu og verlsunarflipp fórum við svo upp á hótel. Þá var planið að allar ætluðu saman á voðalega flottan cokteil bar í bænum sem hét Buddha-Bar. Næstum því allar fóru og sáum við þennan geggjaða bar sem var með risastóra Búddha styttu í miðjunni af staðnum! Þar fengu sér flestar cocteil eða bjór, en ég týmdi því nú ekki alveg, 17 evrur fyrir 1 drykk finnst mér aðeins og mikið. En eftir drykkinn fórum við allar aftur tilbaka í hverfið sem hótelið okkar er, rétt hjá Moulin Rouge, btw, og fórum þar á pöbbarölt. Fyrst hlupum við nokkrar og fengum okkur kvöldmat á svakalega flottum stað sem heitir McDonalds, kvöldmáltið fyrir 3 evrur kalla ég gott! En jæja svo voru pantaðir cocteilar á allt liðið og fékk ég mér einn rosalega góðan Mohito. Kvöldið var svo bara hið skemmtilegasta með mörgum skemmtilegum og óskemmtilegum uppákomum, en ég var alveg stillt og prúð að velja tónlistina fyrir liðið á staðnum, barþjónarnir höfðu bara gjörsamlega engan tónlistar smekk.

Klukkan 3 lokaði svo staðurinn og fóru flestar heim en nokkrar fóru á diskotek í bænun.

Fimmtudagur

Diskotek já? Svakaleg þynnka einkenndi hótelið þann dag. Margar hverjar komust ekkert út úr herbergjunum sínum, bara lágu með ælufötu undir koddanum, svo lekkert! Meiraðsegja eldri dömurnar í bekknum voru alveg ónýtar. Ég samt dreif mig út rétt um hádegi og fékk Hege með mér, hún var alveg ónýt og gafst upp. Á leiðinni til baka á hótelið hitti ég Susan bekkjarsis sem var að koma úr apóteki að kaupa verkjatöflur fyrir herbergisfélagann sinn. Við tvær héldum svo saman í allar efnabúðirnar í hverfinu fyrir ofan okkur og gátum keypt þó nokkuð mörg efni! Mjög sátt. Svo rákumst við á Kaiu og fékk ég þær til þess að fara með mér að skoða Notre Dame því að mig langaði svo að sjá það. Við hoppuðum í metró og fundum leiðina þangað, stoppuðum við á kaffihúsi á smá snarl og expressó og svo fórum við að skoða kirkjuna. Gvuð hvað þetta er gífurlega falleg bygging! Ég var svo sátt að ég fékk að fara þarna. Þegar að við vorum búnar að labba í gegn og skoða allt í kring kom upp sú pæling með Eiffelturininn. Ég benti á að það ekki er ekki dýrt að taka taxa og þá þyrftum við ekki að labba og finna lestarstöð. Svo að úr því varð ferð upp að Eiffel Tower. Það var svo gullfallegt sumarveður þarna og allt að blómstra og það var gífurlega freistandi að fara upp í turninn. Svo að við létum verða úr því bara á staðnum. Susan stakk okkur af því að hún hafði farið áður þarna upp en ég og Kaia fórum alla leið upp á topp. Það tók nú sinn tíma að bíða í öllum biðröðunum en guð minn góður hvað þetta var æðislegt! Á leiðinni upp fékk ég nú alveg hellur í eyrunn og þegar upp var komið þorði ég varla að stíga út úr lyftunni. En þetta var geggjað!! Talandi um ást í París! Skil það vel! Það var einsog við Kaia vorum bara alveg in love þarna uppi að horfa á sólina setjast! Þetta var nú meiri upplifunin! Algjör fegurð!

Þegar við vorum komnar svo niður aftur í algjörri Parísar-vímu drifum við okkur með metró upp á hótel því að við vissum að allir væru að bíða eftir okkur, planið var að fara fínt út að borða seinasta kvöldið. Við vorum 7 sem röltum frá einum stað til annars og hvergi voru laus sæti. Svo í fjarska sáum við æðislega fallegan lítinn veitingastað með blómum allt utanum húsið. Við fórum þar inn en engin sæti laus. Við löbbuðum af stað en svo kom þjónninn hlaupandi á eftir okkur og sagði að borð myndi losna eftir 10 mínútur ef við nenntum að bíða, sem við gerðum. Svo pöntuðum við allar glæsilegan mat, hlógum einsog vitleysingar og drukkum vín. Mjög góður endir á frábærum degi!


Föstudagur

Þessi dagur var í stuttu máli bara ömurlegur, sváfum í 2 tíma, fórum með rútu út á völl kl.6, vorum komin allt of snemma of þurftum að bíða í 1 ½ tíma til að tjekka okkur inn. Eftir það þurftum við að hanga í lélegustu skemmu af flughöfn sem ég hef séð(helvítis Sterling) og allt var bara drasl og allt of dýrt.

Ég nýtti mér þennan tíma til þess að sofa á bekkjum hér og þar, á gólfinu hér og þar, og alla leiðina heim í flugvélinni. Var alveg ónýt. Svo var ég komin heim um 1-2 leytið, fékk með rúnstykki að borða með Daxa mínum og svo lagði ég mig uppí rúm. Ég vaknaði næsta dag klukkan 10, fór í sturtu og lagði mig aftur upp í rúm til 12 eða svo.. ;)


Fyrir utan föstudaginn var þetta æðisleg og velheppnuð ferð! Ég er mjög skotinn í París og hlakka ég til að fara þangað næst og skoða meira!

Au revoir!