Saumaskapur og sólskínÞað er allt farið á fullt í saumaskap, sniðagerð og efniskaupum fyrir fatalínuna mína. Teikningar eru allar klárar og kominn góður svipur á þetta allt saman. Á morgun koma 3 módel og máta allar prufuflíkurnar sem við erum búnar að sauma. Það er loksins líka komin mynd á stóru Tískusýninguna sem verður jú í lok júni. Stelpurnar á öðru ári sjá um að skipuleggja hana að mestu leyti, en það er búið að vera allt í mjög lausu lofti þangað til núna bara.
Mikil spenna, steikjandi hiti og svitalykt í loftinu!
Í dag tók ég mér rúman klukkutíma í hádegishlé og fór og hitti Daxa í háskólagarðinum. Borðaði hádegismat og baðaði mig í steikjandi sólinni, en það var alveg vel yfir 20°gráður í dag! Svo var farið aftur upp í skóla að sauma fram á kvöld.
Yndislegt!
I love it
knús og kossar heim :*
Lísa