Elísabet Stefánsdóttir
Svogerslevvej 9
2700 København
Danmark
-----------------------
Heimasími: 0045 35 11 34 25
Lísa gsm: 0045 22 29 32 73
Dagur gsm: 0045 22 46 29 75
E-mail: lisa[a]lisastefans.com
Lisa Msn: lisaskvisa1[a]hotmail.com

Lisa MySpace
Senda FRÍTT SMS í DK



  Dagur unnusti
  matur.dagur.org



  Gengid Mitt
  Afri­ka Ladies
  Sara Perverta
  Gullmoli Guðbjargar
  Sarah Cassata
  Eva á Ítalíu
  ZARA Chicas
  Hrebbna Carlsberg
  Oløf Inga
  Lilja Sif
  Ztjani






  Margrethe-skolen



  Vouge
  Elle
  Cosmopolitan
  Dazed Digital
  Fashion Magazine
  Fashion 156
  Designers A-Z
  Betsey Johnson
  Patricia Field
  Arne Jacobsen
  Fashion Era
  Listasafn Íslands
  Listasafn Reykjavíkur
  Danish Design Center
  Glyptoteket
  KunstOnline
  Hamburger Kunsthalle
  Louvre safnið
  Design Museum London
  Museum of modern art



  Nokkrar gamlar myndir

  Febrúar
  Mars
  Apríl
  Maí
  Júní
  Júní DK
  Júlí - vika 27
  Júlí - vika 28
  Júlí - vika 29
  Júlí - vika 30
  Ágúst - vika 31
  Ágúst - vika 32
  Ágúst - vika 33
  Ágúst - vika 34
  September - vika 38
  September - vika 39
  Október - vika 40


  Apríl
  Maí
  Júlí
  Ágúst
  Nóvember



SumarsælaÞað er helst í fréttum, ekkert. Nema stei...

3 Vikur bloggleysiúps.En þetta eru búnar að vera m...

Úti: 30° og sól- Inni: 45° og loftleysiVikan hjá m...

Komin í sumarfrí!TískusýningTískusýningin á mánuda...

Tískusýningin á morgun!!!Jæja ja, Maggi bróðir kom...

Styttist í allt :)Jæja þá. Það er nú ekki mikið að...

Búin í Prófinu !!!Það er nú soldið síðan, en ég kl...

KISS TÓNLEIKAR!!!!!Já alveg rétt, í gær var ég á...

Ein ég sit og sauma...Þetta er bleikur heimur

Et lille hus!Fyrir þá sem ekki voru búin að frétta...






eXTReMe Tracker


fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn! =)

Jæja já. Allt að gerast bara. Eða ekki... ekkert svo mikið reyndar.

Maður er bara að vinna, svo kemur maður heim og reynir að taka upp úr kössum, laga til, þrífa könguló vefi og bíða eftir Degi til að fjarlægja allar köngulærnar. Við (ÉG) erum núna 4x búin að lenda á frekar nasty köngulóm. (fyrir utan allar þær 100 "venjulegu")
Sú fyrsta skreið á milli pappakassanna í forstofunni, stutt eftir að við vorum flutt inn. Ég fríkaði náttúrulega út, þar sem búkurinn á henni var stærri en littli puttinn minn, ógeðslega feit, og með 12 feitar lappir. Ég reyndi nú að gleyma þessu atviki eins mögulega hratt og ég gat.

Svo einn daginn þegar ég kem heim úr vinnunni, en Dagur er ennþá að vinna, ætlaði ég í sturtu, ég ákvað að opna gluggann inn á baði, en það endaði með minnisleysi í svona 2-3 minutur.
Ég fékk bara áfall! Altíeinu stóð ég inní stofu og vissi ekkert hvernig ég komst þangað! En þá var sem sagt örugglega stærsta könguló sem ég á ævi minni hef séð, með berum augum-ekki í búri í dýragarði, í glugganum í baðherberginu mínu!

Þegar ég náði að vakna frá þessu áfalli átti ég nú svoldið erfitt með að labba í átt að baðherberginu, en ég vissi að ég skildi gluggann eftir opinn- þetta eru s.s. tvöfaldir gluggar hérna, og hún var á milli þeirra- ekki tvöfalt gler- tvöfaldir gluggar. Og ef ég næði ekki að loka innri glugganum þá ætti ég í sjéns að hún færi á flakk um baðherbergið og myndi fela sig einhverstaðar í þessu fallega dökkbrúna-rauða flísalagða baði með viðarplötur á veggjunum.
Ég myndi nú ekki lifa það af að vita svo ekki hvar hún væri. Svo að ég tók mig saman og gékk í átt að henni. Hjartað mitt sló svo hratt og ég svitnaði eins og ég væri á hlaupabretti í ræktinni. Samt hreyfði ég mig í slow-motion. Þegar ég kom nær og nær og sá hana ekki varð ég alltaf hræddari að hún væri farin úr glugganum. En svo var ég komin alveg að glugganum og sá rétt svo í einn fótlegginn hennar flýtti ég mér að loka vel fyrir gluggann og hljóp í burtu!!
Svo var sent sms tilkynning hvaða verkefni Dagur ætti von á þegar hann kæmi heim, og ég hélt í mér næstu 5 klukkutímana!
Svona til þess að fólk geri ekki grín að mér, þá var þetta virkilega stór könguló! Ég er að tala um svona bíómymda könguló með hár á fótleggjunum og búkurinn jafn stór og hönd á 5 ára krakka!

Meira segja Dagur sagði að þessa vinkona mín væri alveg svolítið Mega. En hann var samt svo duglegur að drepa hana þegar hann kom svo heim, en það er ennþá stór blóðklessa í glugganum, og glugginn á baðinu hefur ekki verið opnaður síðan!

Svo hafa verið önnur 2 atvik. Eitt þegar ég var að laga til inn í svefnherberginu og koma hlutum fyrir. Skreið ekki bara feit og fín könguló þvert yfir rúmmið okkar beint fyrir framan mig!!! Þvílík ókurteisi! Og sú könguló var á stærð við 2kall danskar, nema hún var ekki með gat í miðjunni.
Þessi var samt frekar að flýta sér og hljóp frá koddanum mínum yfir á hinn helminginn og stansaði svo. Þá hljóp ég fram og reif í ryksuguna en þegar ég kom tilbaka var hún horfin. Ég var einmitt ekkert sérstaklega hress með það, og þar sem ekkert ljós var í herberginu þá og það var að koma myrkur úti, reyndi ég bara að fjarlægja sem flest úr herberginu og bíða að sjálfsögðu eftir Degi.

Seinasta atvik er ekkert spennandi, en það gerðist beint fyrir aftan mig, á miðju stofugólfi. Við vorum að laga til eitt kvöldið. Færa til hluti og svoleiðis. Þegar ég sný mér við og labba frammhjá blett í gólfinu. Þar sem það eru svona stórir brúnir blettir allstaðar í þessum við í gólfinu þurfti ég að fara mjög nálægt til þess að komast að því að þar var staðsett könguló á við 5kall danskar, og heldur ekki með gat. En sem betur fer var hann Spiderman á svæðinu til þess að bjarga mér samstundis og komst ég mjög fljótt yfir það þá.

Ég vona svo innilega að þessum atvikum fer fækkandi. Er ekki mikill aðdáani. Ég get lifað við þessar mjólöppuði ópalbúkuðu köngulær sem eru í öllum hornum. Þær eru heldur ekkert á miklu flakki og ekkert mál að rífa í ryksuguna ef þær eru fyrir mér. En hinar. nei takk.

En svona er þetta. Það eru alltaf kostir og gallar. Í gömlu íbúðinni gátum við stundum ekki sofið fyrir látum í nágrönnum, löggunni, slökkvibílum, óeiruðum eða ég veit ekki hverju. Hérna kemur maður heim í rólegt hverfi, sefur einsog steinn alla nóttina. Getur farið út í garð lagt sig í sólbað, talað við kanínur og hænsni, eða fengið sér epli,rifsber,bromber,rabbabara, jarðaber, (ég get talið endalaust áfram) og kveikt í kamínunni þegar manni er kalt. Þetta er líklegast eini gallinn myndi ég segja. Og ég verð að læra að lifa við þessi kvikyndi.

Jæja, var þetta ekki fróðlegt bara. Hvað lærum við af þessari sögu? Ekki heimsækja Lísu og Dag ef þið eruð hrædd við skordýr. ;o) þó að köngulær flokkast reyndar ekki sem skordýr, heldur tilheyra þær þeim flokki liðdýra sem nefnast áttfætlur en aðalflokkar liðdýra eru krabbadýr, margfætlur, áttfætlur... ef þið hafið áhuga að lesa ykkur til um það þá er hægt að lesa ýmislegt fróðlegt á Wikipediu um köngulær.. ;p

Jæja, það er örugglega hægt að lesa milli lína og sjá að ég hef ekkert að gera akkúrat núna og mér leiðist. Ég á nefninlega frí í dag og ætla ekki að gera neitt. Það er frekar heitt úti, en það er svo rakt að manni líður einsog maður sé í ógeðslegu gufubaði, svo ég hef lítinn áhuga að fara út núna. En að sjálfsögðu er nóg hægt að gera hérna inni. Ég verð bara að pína mig.

Jæja, ef fólk er ennþá að lesa þessa færslu, þá segi ég bara til hamingju, og verðlaunin eru þessar myndir hér fyrir neðan! Enjoy!


vores lille hus


Dagur að slá grasið


Herra Hani


hús


blóm


við


Farvel guys